MagnaRós

Wednesday, November 23, 2005

Jæja, haldið ykkur, búin að dusta rykið af lykilorðinu og læt vaða!!!
Vonandi verð ég öflugri næsta árið, en ég lofa engu.
Var í lokamati vettvangsnámsins í dag og gekk það ljómandi vel.
Ég er reynslunni ríkari eftir þessar 6 vikur, og vil ég þakka kærlega fyrir mig.
Litlu jólin eru næst á dagskrá hjá bekknum, en þau verða 29. nóv. eða strax í næstu viku.
Það verður gaman að hitta stelpurnar aftur eftir 6 vikna aðskilnað.
Síðan eru það prófin, en þau verða alls þrjú, 6. 9. og 13. des. Mikil gleði verður þegar þau verða afstaðin.
En þangað til næst, CIAO tutti.