MagnaRós

Wednesday, November 23, 2005

Jæja, haldið ykkur, búin að dusta rykið af lykilorðinu og læt vaða!!!
Vonandi verð ég öflugri næsta árið, en ég lofa engu.
Var í lokamati vettvangsnámsins í dag og gekk það ljómandi vel.
Ég er reynslunni ríkari eftir þessar 6 vikur, og vil ég þakka kærlega fyrir mig.
Litlu jólin eru næst á dagskrá hjá bekknum, en þau verða 29. nóv. eða strax í næstu viku.
Það verður gaman að hitta stelpurnar aftur eftir 6 vikna aðskilnað.
Síðan eru það prófin, en þau verða alls þrjú, 6. 9. og 13. des. Mikil gleði verður þegar þau verða afstaðin.
En þangað til næst, CIAO tutti.

Friday, November 12, 2004

Verkefnaskil enn og aftur!

Verkefni verkefni.

Finnst þetta engan enda ætla að taka, það er búið að vera brjálað að gera í verkefnavinnu. Birgitta er hætt að þekkja mömmu sína :( en ég er búin að lofa sjálfri mér því að taka það frekar rólega um helgina. Eins gott því Jóhann er á leið norður núna og við þrjú ætlum að eiga góða stundir saman. Ég hlakka mikið til að fá hann - elsku krúttið - til mín. Og að sjálfsögðu á að fara í höllina og horfa á hann keppa, bæði í kvöld og á morgun. Síðan er stór kvöldmatur í Fagraskógi annað kvöld og hver veit nema maður kíki á Ego í Sjallanum. :) Ég á það inni, hef verið svoooo stillt þetta haust, ætli það megi skrifast á "vininn" ? hmmm Það á eftir að koma í ljós... seinna.

En látum þetta gott heita í bili, kannski fer ég að vera duglegri að skrifa hér inná, aldrei að vita.

Þangað til - heyrumst!

Tuesday, September 28, 2004

Spennan magnast!!!

Já, nú fer að styttast í Ítalíuferðina ;)
Keyrum suður á morgun, gistum í Grindavík og síðan leggjum við af stað í draumaferðina á kristilegum tíma á fimmtudagsmorgun. Er á fullu að klára verkefni sem eru með skiladag í vikulok og í næstu viku.
Læt ykkur heyra af mér ef ég kemst í netsamband.
Kveðja,
Mag(g)na Magnaða

Sunday, September 26, 2004

Frábært!!!

Gott ef ég næ tökum á þessu!!!
Við sjáum til, frábært Steina ;)
Sjáumst hressar á morgun.
Magna

Það fór þá aldrei svo að það yrði ekki gert blogg!!!

Að ná tökum á tækninni, það má segja svo. En er það ekki smá svindl að laumast svona inn bakdyrameginn???

En það getur orðið gaman, við sjáum til... hvernig gengur í framtíðinni.

Heyrumst, Magna.